Reykjavíkurdætur - Tökum af stað

Bad Bitch - ég er gella
Tek þetta allt - ætla ekk’að velja
Tökum af stað - ætlekk’að dvelja
Við brauðmolana sem þau reyna að selja
Fífl og fávitar fá ekki frið
Ég gefst ekki upp
Ég gef ekki grið
Fiðrildi í hjartanu
Fer uppá svið
Fædd til að snú’essu við
Booom baby ég er alheimurinn
Ef að Karl Marx lifði vær’ann kærastinn minn
Borða ríka kalla í morgunmatinn
En tek enga ábyrgð eins og gerandinn minn - eyy
Legg saman tvo og tvo
Segi eitt en ger’eitthvað annað svo
Fæðum nýtt líf
Færum þér nýja von
I´m the virgin Mary, baby I’m the whore

Tökum af stað
Þangað sem allt er óskrifað blað
Já við teljum niður tímann þar
Til við skrifumst í stjörnurnar
Og förum, við tökum af stað

Tökum af stað

Ég fer uppá svið
Ef mig langar til
Þó að eitthvað lið fríki
Með dætur mér við hlið
Fyllum dansgólfið
Plássið er ekk’of lítið
Hér er pláss fyrir drottningar
Pláss fyrir fríkin
Pláss fyrir hotness
Og pláss fyrir lýtin
Pláss fyrir okkur sem tók’allan skítinn
Pláss fyrir þögn
Pláss fyrir beatið
Þeir elska okkur einar
En þeir hata okkur saman
Tökum af stað
Eigum sviðið og tökum af stað
Notum raddirnar og tökum af stað
Tökum af stað

Mortal Comeback kem inn og sparka
Viltu bita - ekkert að þakka
Mættar á dansgólfið - gólfið er marglitt
Jóga retreatið það verður að mospitt
Fokk this
Meika ekkað haldessá lofti
Ég og þú og stelpan mín poppin
Sjokkið þegar þeir sjá þessa boss bitch
Drottning - tek ykkur með mér á toppinn

Tökum af stað
Þangað sem allt er óskrifað blað
Já við teljum niður tímann þar
Til við skrifumst í stjörnurnar
Og förum, við tökum af stað

Tökum af stað

Comments

  • ×